Yngsta dóttir Trumps djammar í Flórída

Tiffany Trump hélt upp á 27 ára afmælið sitt í …
Tiffany Trump hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gærkvöldi. Samsett mynd

Hvorki heimsfaraldur né forsetakosningar virðast koma í veg fyrir að Tiffany Trump, yngsta dóttir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, haldi ærlega upp á afmælið sitt. 

Tiffany er 27 ára í dag, 13. október, og fagnaði afmælisvikunni sinni á veitingastaðnum Komodo í Miami á Flórída. Hún hélt upp á daginn með kærasta sínum Michael Boulos og vinum sínum. 

Eftir kvöldverð og kampavín á Komodo fór hópurinn á skemmtistaðinn Kiki On The River þar sem tekið var á móti þeim með meira kampavíni, blysum og að sjálfsögðu bandaríska fánanum.

Tiffany átti Trump með eiginkonu númer tvö, Mörlu Maples, og er hún eina barn þeirra saman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.