Conchata Ferrell látin

Charlie Sheen birti mynd af sér og Conchötu Ferrell eftir …
Charlie Sheen birti mynd af sér og Conchötu Ferrell eftir að tilkynnt var um lát hennar.

Leikkonan Conchata Ferrell er látin 77 ára að aldri. Ferrell er þekktust fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum Two And A Half Men. Ferrell lést á mánudaginn í kjölfar hjartaáfalls. 

Ferrell lék Bertu í þáttunum vinsælu í 12 ár og birtist hún í 211 þáttum. Hún lék fyrst á móti Charlie Sheen í þáttunum og eftir að hann fékk að fjúka lék hún á móti Ashton Kutcher. Ferrell fékk tvær Emmy-tilnefningar fyrir hlutverk sitt í þáttunum. 

Leikararnir Charlie Sheen og Jon Cryer eru meðal þeirra sem hafa talað vel um mótleikkonu sína á Twitter og minnst hennar á fallegan hátt. Conchata Ferrell er hér önnur til vinstri. Með henni á …
Conchata Ferrell er hér önnur til vinstri. Með henni á myndinni eru stjörnur úr þáttunum Two And A Half Men. REUTERS
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.