Slær sér upp með hollywooderfingja

Bella Hadid er sögð vera komin með nýjan kærasta.
Bella Hadid er sögð vera komin með nýjan kærasta. AFP

Ofurfyrirsætan Bella Hadid er sögð vera að slá sér upp með nýjum manni. Sá heitir Duke Nicholson og er ekki bara leikari heldur einnig afabarn óskarsverðlaunaleikarans Jacks Nicholsons. 

Heimildarmaður Page Six sagði parið hafa varið töluverðum tíma saman síðustu vikurnar. Fyrirsætan varð 24 ára í síðustu viku en Nicholson, sem er þremur árum yngri, fór með henni í afmælisferð áður en hún fór í ferð með vinkonum sínum í einkaþotu. 

Nicholson er sonur hönnuðarins Jennifer Nicholson og fyrrverandi brimbrettakappans Marks Norfleets. Duke Nicholson hefur verið að feta í fótspor móðurafa síns að undanförnu og fór með hlutverk í hrollvekjunni Us sem kom út í fyrra í leikstjórn Jordans Peeles. Hann fer einnig með hlutverk í mynd Nicholas Jareckis, Dreamland, þar sem hann leikur á móti Gary Oldman, Armie Hammer og Evangeline Lilly. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.