TikTok-myndband kemur Dreams aftur á lista

Lagið Dreams er aftur komið á Billboard-listann vegna vinsælda myndbandsins.
Lagið Dreams er aftur komið á Billboard-listann vegna vinsælda myndbandsins. Mynd/Skjáskot

Vinsælt myndband á TikTok þar sem afslappaður náungi á hjólabretti hreyfir varirnar við lag Fleetwood Mac, Dreams, hefur orðið til þess að lagið er komið á Billboard-listann í Bandaríkjum rúmlega þremur áratugum eftir að það var þar síðast.  

Um 8,6 milljónir manna hafa lækað myndbandið, sem notandinn doggface208 setti inn. Þar sést hann drekka trönuberjasafa úr stórri flösku og virðist njóta lífsins í botn. Raunverulegt nafn hans er Nathan Apodava.

Lagið náði aftur inn á Billboard Hot 100-listann fyrir vikuna 17. til 21. október, aðeins tveimur vikum eftir að myndbandið fór eins og eldur í sinu um netheima.

Á vefsíðu Billboard kemur fram að gömul lög hafi áður komist aftur inn á vinsældalistann en þau hafi aldrei verið svona gömul og aldrei náð svona ofarlega.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.