Travolta minnist látinnar eiginkonu sinnar

John Travolta minntist Kelly Preston í gær en hún hefði …
John Travolta minntist Kelly Preston í gær en hún hefði orðið 58 ára ef hún hefði lifað. AFP

Leikarinn John Travolta minntist látinnar eiginkonu sinnar, Kelly Preston, í gær. Preston lést úr brjóstakrabbameini í júlí síðastliðinn en hún hefði átt 58 ára afmæli í gær.

Travolta birti mynd af þeim hjónum á brúðkaupsdeginum árið 1991 og einnig mynd af foreldrum sínum á brúðkaupsdeginum þeirra. 

„Til hamingju með daginn elskan. Ég fann þessa mynd í brúðkaupi foreldra minna. Það var fallegt að sjá okkar við hliðina á þeirra. Öll mín ást til þín, John,“ skrifaði Travolta. 

Preston lét eftir sig börnin Ellu og Benjamin en sonur þeirra Jett, lést þegar hann var 16 ára gamall árið 2009. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Samskipti við nýjan vinnufélaga færa þér nýjar upplýsingar og hafa spennandi breytingar í för með sér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Samskipti við nýjan vinnufélaga færa þér nýjar upplýsingar og hafa spennandi breytingar í för með sér.