Leikarinn John Travolta minntist látinnar eiginkonu sinnar, Kelly Preston, í gær. Preston lést úr brjóstakrabbameini í júlí síðastliðinn en hún hefði átt 58 ára afmæli í gær.
Travolta birti mynd af þeim hjónum á brúðkaupsdeginum árið 1991 og einnig mynd af foreldrum sínum á brúðkaupsdeginum þeirra.
„Til hamingju með daginn elskan. Ég fann þessa mynd í brúðkaupi foreldra minna. Það var fallegt að sjá okkar við hliðina á þeirra. Öll mín ást til þín, John,“ skrifaði Travolta.
Preston lét eftir sig börnin Ellu og Benjamin en sonur þeirra Jett, lést þegar hann var 16 ára gamall árið 2009.