Íslensk tónlistarhátíð á netinu

Of Monsters And Men á tónleikum. Hljómsveitin mun koma fram …
Of Monsters And Men á tónleikum. Hljómsveitin mun koma fram á hátíðinni í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kynnt er stafræna tónlistarhátíðin Live from Reykjavík sem haldin verður 13. og 14. nóvember. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita mun koma fram en þeir eru Ásgeir, Auður, Bríet, Cell7, Daði Freyr, Emilíana Torrini og vinir, GDRN, Hatari, Hjaltalín, Júníus Meyvant, Kælan Mikla, Mammút, Mugison, Of Monsters and Men, Ólafur Arnalds og vök. 

Hátíðin er haldin í samstarfi við Íslandsstofu, RÚV, Reykjavíkurborg, Icelandair, Einstök og Landsbankann. Tónleikar hátíðarinnar verða aðgengilegir á miðlum RÚV, en einnig verður seldur aðgangur að streymi frá hátíðinni um allan heim í gegnum vefinn Dice.fm. Samhliða hátíðinni mun ÚTÓN standa fyrir stafrænni ráðstefnu fyrir áhrifafólk úr tónlistargeiranum til að kynna íslenska tónlist og listamenn, að því er segir í tilkynningu. 

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. mbl.i/Eggert Jóhannesson

„Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á svo viðamikla tónlistardagskrá frá Íslandi í í gegnum netið um allan heim. Tilgangurinn er að styðja við sköpun og starf íslenskra tónlistarmanna, búa til reynslu og þekkingu í streymi sem nýtast mun íslenska tónlistargeiranum til framtíðar og efla markaðs- og kynningarstarf íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi,“ segir í tilkynningu og haft eftir Ísleifi Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves, að einsdæmi sé að geta stillt upp svo öflugri dagskrá á Íslandi. „Nú er allt okkar fremsta tónlistarfólk á landinu á sama tíma en ekki á tónleikaferðalagi um heiminn. Það er algjört einsdæmi að geta stillt upp svo öflugri dagskrá á Íslandi og það er tækifæri sem við vildum ekki láta okkur renna úr greipum,“ segir Ísleifur.

„Þetta er jafnframt gott tækifæri til þess að styðja við tónlistargeirann hér heima. Hér er verið að skapa fjölmörg störf í geira sem hefur verið svo til lamaður síðan í mars og 100% af kostnaði og tekjum renna inn í íslenska tónlistargeirann á einn eða annan hátt. Við trúum því að þessi dagskrá og þetta framtak muni vekja heimsathygli og búa til ómetanlega þekkingu og reynslu innan geirans,“ segir hann.

Tónleikar hátíðarinnar munu fara fram á tónleikastöðum sem hafa verið áberandi í dagskrá Iceland Airwaves frá upphafi, svo sem Listasafni Reykjavíkur, Gamla bíói, og Iðnó. Styrktaraðilar hátíðarinnar eru RÚV, Inspired by Iceland, Reykjavíkurborg, Icelandair, Landsbankinn, Einstök ölgerð, Tónlistarborgin Reykjavík, Record in Iceland, Listahátíð í Reykjavík og ÚTÓN.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.