Kveðja, Bríet kom, sá og sigraði

Tónlistarkonan Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet á dögunum.
Tónlistarkonan Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet á dögunum. mbl.is/Hari

Tónlistarkonan Bríet gaf út sína fyrstu plötu á miðnætti föstudaginn 10. október. Á plötunni eru níu lög og verma þau nú efstu níu sætin á lista yfir vinsælustu lög á Íslandi í dag á Spotify. Topplistinn er uppfærður daglega en lagið Rólegur kúreki hefur ekki haggast úr fyrsta sætinu frá því á sunnudag. 

Þess má geta að bæði voru lagið „Rólegur kúreki“ og platan frumflutt á K100 í síðustu viku, áður en þau komu út.

Þótt aðeins sé rúm vika frá því platan kom út hefur henni verið streymt tugþúsund sinnum á streymisveitunni og verið lofuð í hástert á samfélagsmiðlum. Það kann að skjóta skökku við að þetta sé fyrsta plata Bríetar en hefur hún gefið út mörg vinsæl lög á síðustu árum.

Öll 9 lög plötunnar verma efstu 9 sætin.
Öll 9 lög plötunnar verma efstu 9 sætin. skjáskot/Spotify
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.