Kveðja, Bríet kom, sá og sigraði

Tónlistarkonan Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet á dögunum.
Tónlistarkonan Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet á dögunum. mbl.is/Hari

Tónlistarkonan Bríet gaf út sína fyrstu plötu á miðnætti föstudaginn 10. október. Á plötunni eru níu lög og verma þau nú efstu níu sætin á lista yfir vinsælustu lög á Íslandi í dag á Spotify. Topplistinn er uppfærður daglega en lagið Rólegur kúreki hefur ekki haggast úr fyrsta sætinu frá því á sunnudag. 

Þess má geta að bæði voru lagið „Rólegur kúreki“ og platan frumflutt á K100 í síðustu viku, áður en þau komu út.

Þótt aðeins sé rúm vika frá því platan kom út hefur henni verið streymt tugþúsund sinnum á streymisveitunni og verið lofuð í hástert á samfélagsmiðlum. Það kann að skjóta skökku við að þetta sé fyrsta plata Bríetar en hefur hún gefið út mörg vinsæl lög á síðustu árum.

Öll 9 lög plötunnar verma efstu 9 sætin.
Öll 9 lög plötunnar verma efstu 9 sætin. skjáskot/Spotify
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler