Misnotaði verkjalyf eftir 16 ára edrúmennsku

Kristen Bell opnaði sig um fíknivanda Dax Shepard í þætti …
Kristen Bell opnaði sig um fíknivanda Dax Shepard í þætti Ellenar DeGeneres. AFP

Leikkonan Kristen Bell opnaði sig um fíkn eiginmanns síns í spjallþætti Ellenar DeGeneres í vikunni. Leikarinn Dax Shepard var búinn að vera edrú í 16 ár þegar hann byrjaði að misnota verkjatöflur. Shepard er nú kominn aftur á beinu brautina. 

Bell sagði að allir hefðu sinn djöful að draga. Sagði hún suma glíma við kvíða og þunglyndi. Aðrir glímdu við fíknivanda. Bell var hins vegar ánægð með að eiginmaður hennar gat talað við hana. 

„Ef hann þarf að taka lyf einhverra hluta vegna þarf ég að stjórna því,“ útskýrði Bell. Shepard sagði að þau þyrftu samt betra plan auk þess sem hann sagðist þurfa að vinna í sjálfum sér. Hjónin fóru einnig í ráðgjöf.  

Shepard byrjaði að misnota verkjalyf eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi og fór í erfiða aðgerð. Hann greindi frá slysinu og misnotkun lyfjanna í hlaðvarpsþætti sínum. Hann hætti að misnota verkjalyfin um miðjan september. Leikarinn misnotaði áfengi og kókaín á árum áður og hefur ekki snert þau efni síðan. Hann var þó ekki eins edrú og hann hefði viljað vera á meðan hann misnotaði verkjalyfin. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.