Segist byrjuð aftur með eiginmanninum

Cardi B og Offset eru sundur og saman.
Cardi B og Offset eru sundur og saman. AFP

Rappkonan Cardi B er byrjuð aftur með eiginmanni sínum, rapparanum Offset, þessu greindi hún frá í myndskeiði á Instagram sem hún er búin að eyða. Hin 28 ára gamla stjarna sótti um skilnað frá barnsföður sínum fyrir mánuði síðan en er nú fallin fyrir honum aftur. 

Það vakti athygli þegar hjónin sáust kyssast í afmæli Cardi B um síðustu helgi. Rappkonan hafði áður greint frá því að hún ætlaði ekki að byrja aftur með eiginmanni sínum en þetta var ekki í fyrsta skipti sem þau hættu saman. 

Cardi B talaði um samband þeirra á samfélagsmiðlum í nótt. Þar sagðist hún vera klikkuð. Hún sagði að þau hjón væru alltaf að rífast rétt eins og hún væri alltaf að rífa kjaft á samfélagsmiðlum. 

Sagðist hún vera hamingjusöm einn daginn en væri brjáluð þann næsta. „Ég byrjaði bara að sakna hans. Það er erfitt að tala ekki við besta vin þinn. Það er mjög erfitt að tala ekki við besta vin þinn,“ sagði rappkonan. 

Cardi B sagði jafnframt að þau væru bara tveir einstaklingar sem giftu sig of snemma. Hún sagði þau ekki eiga í verra sambandi en margir aðrir. Það sem aðskilur þau frá öðrum er að þau eru opinberar manneskjur. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.