Sinead O'Connor fær ekki að borða

Sinead O´Connor
Sinead O´Connor AFP

Írska söngkonan Sinead O'Connor segist búa við svo lamandi kvíðaröskun að hún sjái sér ekki fært að yfirgefa húsið til þess að kaupa í matinn. Hún býr það afskekkt að hún getur ekki fengið mat sendan til sín. Hún sé því að farast úr hungri. 

Söngkonan, sem nú gengur undir nafninu Shuhanda Sadaqat eftir að hafa tekið upp íslamstrú, segist vera dauðhrædd við að yfirgefa heimili sitt. Hún bað því fylgjendur sína á Twitter um aðstoð.

„Síðustu ár hef ég glímt við lamandi kvíða og lítið sjálfstraust sem allt er tengt áföllum. Nú síðast hef ég ekki getað borðað vegna þess að ég kemst ekki í búðir til þess að versla. Ég svelt. Ég bý á mjög afskekktum stað þannig að ég get ekki fengið heimsendan mat. Veit einhver um matarþjónustu fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál og getur ekki hugsað um sig sjálft?“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.