Trúir að fyrrverandi hafi nauðgað

Linda Evangelista var gift Gérald Marie í sex ár.
Linda Evangelista var gift Gérald Marie í sex ár. AFP

Ofurfyrirsætan Linda Evangelista lofar hugrekki og styrk þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað fyrrverandi eiginmann hennar, Gérald Marie, um kynferðislega misnotkun. 

Evangelista var gift Marie á árunum 1987-1993, en hann var áratugum saman einn af áhrifamestu mönnum innan hins alþjóðlega tískuheims.

„Á meðan við vorum saman,“ segir Evangelista í viðtali við Guardian, „hafði ég ekki hugmyndir um þessar ásakanir, þannig að ég gat ekki hjálpað þessum konum. Þegar ég heyri þær núna, og miðað við mína eigin reynslu, þá tel ég þær vera að segja satt. Það brýtur í mér hjartað, af því að þetta eru sár sem kunna aldrei að gróa og dáist að hugrekki þeirra að stíga fram í dag.“ 

Saksóknarar með málið til rannsóknar

Evangelista var sjálf ein allra frægasta og áhrifamesta fyrirsæta í heimi á sínum tíma. Í helgarútgáfu Guardian stíga níu konur fram og saka Marie um kynferðislega áreitni eða nauðgun. Hann var um árabil yfir umboðsskrifstofunni Elite, sem var sú stærsta sinnar gerðar, og hafði á sínum snærum fyrirsætur á borð við Cindy Crawford og Naomi Campbell.

Marie þvertekur fyrir að hafa beitt nokkurn kynferðislegu ofbeldi. Franskir saksóknarar eru með mál hans til rannsóknar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.