Ljótum skilnaði Grey's Anatomy-stjörnu lokið

Leikarinn Jesse Williams er lögskilinn.
Leikarinn Jesse Williams er lögskilinn. ljósmynd/Imdb.com

Leikarinn Jesse Williams og Aryn Drake-Lee eru loks lögskilin. Skilnaðurinn gekk í gegn í ágúst síðastliðnum en hafa þau tekist harkalega á um forræði yfir börnum sínum og fjármunum. 

Samkvæmt gögnum sem TMZ hefur undir höndum munu þau deila forræði yfir börnum sínum tveimur, Maceo og Sadie. Þau þurfa hins vegar að ræða saman um að birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum. 

Williams, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Grey's Anatomy, sótti fyrst um skilnað við Drake-Lee í apríl 2017. Þau höfðu þá verið í sambandi í 13 ár og í hjónabandi í fimm ár. 

Drake-Lee fær fjölskylduheimilið í Los Angeles í Kaliforníu auk íbúða í Brooklyn í New York og í Oakland. Hún heldur einnig tveimur Audi-bifreiðum sem þau eru með á leigu. Hann fær hins vegar Porsche-bifreið sem þau eru einnig með á leigu. 

Fjármunum þeirra verður skipt jafnt fyrir utan það að Williams heldur tekjum sínum af Grey's Anatomy frá árinu 2017 óskertum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.