Kossarnir voru lélegir

Gwyenth Paltrow og Kate Hudson hafa kysst heita Hollywood-leikara á …
Gwyenth Paltrow og Kate Hudson hafa kysst heita Hollywood-leikara á hvíta tjaldinu. Samsett mynd

Leikkonan Kate Hudson á enn eftir að upplifa besta kossinn sinn á hvíta tjaldinu. Í hlaðvarpsþætti Gwyneth Paltrow sagði Hudson að sér liði eins og kossarnir hefðu átt að vera betri. 

Hudson hefur kysst leikarann Matthew McConaughey nokkrum sinnum í vinnunni en segir þá kossa ekki hafa verið góða og kennir slæmum aðstæðum um. 

„Málið er að í hvert skipti sem ég kyssi McConaughey er það eins og, ég meina, það er alltaf eins og eitthvað sé að gerast eða það er hor, vindur eða eitthvað. Eins og þegar við vorum að kyssast í Fool's Gold þá vorum við í sjónum og það var flugslys,“ sagði Hudson við Paltrow. 

Matthew McConaughey.
Matthew McConaughey. AFP

Paltrow spurði þá hvort það væri systkinaorka á milli þeirra Hudson og McConaugheys. Hudson sagði að það væri stundum þannig en ekki endilega. Paltrow sagði að þannig hefði það verið þegar hún kyssti Robert Downey Jr. í Iron Man og Avengers-myndunum. 

„Þú hlýtur að vera að grínast,“ hugsaði Paltrow með sér þegar hún kyssti Downey Jr. „Þetta er bókstaflega eins og að kyssa bróður sinn.“

Gwyneth Paltrow og Robert Downey Jr. á frumsýningu Iron Man …
Gwyneth Paltrow og Robert Downey Jr. á frumsýningu Iron Man 3 árið 2013. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.