Græðir meira á einni Instagram-mynd

Kim Kardashian West.
Kim Kardashian West. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West segir að hún fái meiri pening fyrir að birta eina mynd á Instagram heldur en fyrir heila seríu af raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashian. 

Kardashian West var gestur Davids Lettermans í þáttunum My Next Guest Needs No Introduction. Hún og fjölskylda hennar tilkynntu í september að komið væri að leiðarlokum KUWTK og að síðasta serían myndi fara í loftið í byrjun næsta árs.

„Við myndum ekki vera þær sem við erum í dag án KUWTK og það er ástæðan fyrir því að við höldum áfram að deila lífi okkar. Jafnvel þó að í raunveruleikanum getum við birt eitthvað á samfélagsmiðlum og fengið meira greitt fyrir það heldur en fyrir heila seríu af þáttunum,“ sagði Kardahsian West.

Kardashian West er með 190 milljónir fylgjenda á Instagram. 

Hún segir að hún hafi grátið alla helgina eftir að fjölskyldan tilkynnti um endalok þáttanna. 

„Þetta var draumur okkar allra. Okkur datt aldrei í hug að við myndum ná að gera aðra seríu. Núna erum við á 20. seríunni. Stundum þurfum við bara pásu. Það er mjög einfalt,“ sagði Kardashian West.  

Þættirnir hafa verið í loftinu í 14 ár og því verið stór hluti af lífi fjölskyldunnar öll þessi ár. Kardashian West segir að nú þegar þau eigi flest sín eigin börn þurfi þau að taka sér smá pásu til að sinna þeim og öðrum viðskiptaævintýrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það, að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það, að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap.