Nýja kærastan skipulagði óvænta afmælisveislu

Vanessa Valladares skipulagði óvænta afmælisveislu fyrir Zac Efron.
Vanessa Valladares skipulagði óvænta afmælisveislu fyrir Zac Efron. Samsett mynd

Fyrirsætan Vanessa Valladares skipulagði óvænta veislu í tilefni 33 ára afmælis kærasta síns, leikarans Zacs Efrons, um helgina. Valladares skipulagði og bauð fjölda stjarna í veisluna sem haldin var heima hjá Efron. 

Efron og Valladares kynntust í sumar en Efron flutti til Byron Bay í Ástralíu í rétt fyrir heimsfaraldurinn.

Ástralski útvarpsmaðurinn Kyle Sandilands var á meðal þeirra sem var boðið í veisluna. Í viðtali við E Online sagði hann að fjöldi stjarna hefði mætt, þar á meðal tennisleikarinn Pat Rafter. 

„Hún vissi allt. Hún skipulagði alla veisluna. Hún er virkilega elskuleg,“ sagði Sandilands um afmælið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.