Hin ýmsu kvikindi

Stilla úr kynningarmyndbandi fyrir keppnina.
Stilla úr kynningarmyndbandi fyrir keppnina.

Ungt kvikmyndaáhugafólk er hvatt til þess að taka þátt í Kvikindahátíð svokallaðri sem fram fer í vetur og er liður í menningarverkefninu „Kvikmyndagerð fyrir alla“ sem er á vegum verkefnisins List fyrir alla. „Kvikmyndagerð fyrir alla“ hvetur til virkrar þátttöku unglinga í elstu bekkjum grunnskóla og er námsefni nú aðgengilegt þar sem áhugasamir eru leiddir í gegnum ferlið við að búa til stuttmynd, segir í tilkynningu. Í þessu námsefni er fjallað um skapandi og tæknilega hluta kvikmyndagerðar á borð við handritaskrif, leikstjórn, kvikmyndatöku, klippingu og hljóðvinnslu og einnig veitt innsýn í líf og störf sex ólíkra listamanna á sviði kvikmyndagerðar, þeirra Bergsteins Björgúlfssonar kvikmyndatökustjóra, Elísabetar Ronaldsdóttur klippara, Baldvins Z leikstjóra, Hildar Guðnadóttur tónskálds, Gunnars Árnasonar hljóðmanns og Ísoldar Uggadóttur, handritshöfundar og leikstjóra.

Alls konar kvikindi

Um stuttmyndakeppnina Kvikindahátíð segir á vef Listar fyrir alla að nemendur í 8.-10. bekk grunnskóla hér á landi getið verið með og það sem keppendur þurfi að gera sé að búa til stuttmynd sem tengist þema ársins og senda í keppnina á netinu á veita.listfyriralla.is/stuttmyndasamkeppni/.

Þema keppninnar er kvikindi og segir á vefnum að fólk á Íslandi hafi frá upphafi byggðar sagt sögur af skrímslum og óvættum sem hafi brugðið sér í margra kvikinda líki, frá mannfólki og dýrum yfir í óhugnanleg skrímsli. „Þessi kvikindi hafa svo öðru hvoru villst inn í mannheima þar sem þau hafa valdi usla. Hvað ef ógurlegt kvikindi myndi villast inn í þitt líf, fjölskyldu og vina?“ segir á vefnum.

Sjö mínútur

Dómnefnd mun fara yfir allar innsendar stuttmyndir og veita viðurkenningar í nokkrum flokkum og velja myndir til sýninga á Kvikindahátíðinni sem haldin verður í Bíó Paradís. Myndir skal senda inn í síðasta lagi 23. nóvember og mun Kvikindahátíðin fara fram 6. desember. Gott er að miða við að myndin sé ekki lengri en sjö mínútur. Til að senda inn mynd þarf fyrst að hlaða henni upp á efnisveitu á borð við YouTube eða Vimeo svo hægt sé að senda slóðina. Þátttakendur eru hvattir til að skoða fyrrnefnt námsefni á veita.listfyriralla.is/kvikindahatid/.

Vilja efla miðlalæsi og kvikmyndamenntun

„Það er okkur hjartans mál að efla miðlalæsi og kvikmyndamenntun hér á landi og ég hef trú á því að þessi fræðsla og tækifæri muni tendra áhuga hjá mörgum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í tilkynningu vegna þessa og Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri Listar fyrir alla, segir að við lifum á tímum sjónrænna miðla og séum umkringd myndum alla daga og sumar nætur jafnvel. „Ungt fólk hefur gríðarlegan áhuga á kvikmyndagerð og myndmiðlun, það er vaxandi og spennandi atvinnugrein og stefna stjórnvalda er að efla miðlalæsi. Fræðsla og þátttaka er mikilvægur partur af því – við hvetjum alla til að spreyta sig, fræðast og vera með,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.