Jeff Bridges með eitilfrumukrabbamein

Jeff Bridges.
Jeff Bridges. AFP

Bandaríski leikarinn og óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges greindi frá því í gær að hann væri með eitilfrumukrabbamein. Hann væri byrjaður í krabbameinsmeðferð og batahorfur væru góðar.

Í færslu á Twitter, þar sem hann vísar í Dude, persónuna sem hann lék í kvikmyndinni The Big Lebowski, segist hann gera sér grein fyrir því hversu alvarlegur sjúkdómur þetta er. 

Á vef Krabbameinsfélagsins segir: Hodgkins-eitilfrumuæxli, öðru nafni Hodgkins-sjúkdómur, er önnur megingerð eitilfrumuæxla (lymphoma), en þau eiga upptök sín í eitlakerfinu. Þetta eru fremur sjaldgæf illkynja æxli og hér á landi eru þau um 0,6 af hundraði allra illkynja æxla. Sjúkdómurinn leggst gjarnan á ungt fólk og meðalaldur sjúklinga við greiningu er almennt talinn um 32 ár, en hefur verið aðeins hærri hér eða 40 ár. Þessi sjúkdómur leggst nánast jafnt á karla og konur. Á árunum 2006-2010 var nýgengið 2,4 af 100.000 hjá körlum og 2,4 af 100.000 hjá konum. Nú orðið nær stór hluti sjúklinga með Hodgkins-sjúkdóm fullum bata fyrir tilstuðlan krabbameinslyfja og geislameðferðar.

Bridges, sem er sjötugur að aldri, hlaut Óskarsverðlaunin árið 2010 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Crazy Heart. Hann er einnig þekktur fyrir fjölmörg hlutverk svo sem í The Last Picture Show, The Contender and Starman og að sjálfsögðu The Big Lebowski frá árinu 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson