Sótti um skilnað til að kenna manni sínum lexíu

Offset og Cardi B.
Offset og Cardi B. AFP

Tónlistarkonan Cardi B er ekki hætt að koma fram með yfirlýsingar um hjónaband sitt og tónlistarmannsins Offsets á samfélagsmiðlum. Cardi B sótti um skilnað í september en viðurkenndi að vera byrjuð aftur með eiginmanni sínum í síðustu viku. 

Um helgina tísti rapparinn Cardi B að hún hefði sótt um skilnað í september il þess að kenna eiginmanni sínum lexíu. Hún er nú búin að eyða tístinu. 

„Ef ég tek mér pásu frá manninum mínum og ákveð að vinna úr málunum er það venjulegt sambandsmál,“ sagði Cardi B við aðdáendur sína að því er fram kemur á vef ET. „Ef ég vil ganga lengra og kenna manninum alvörulexíu og sækja um skilnað get ég gert það. Þetta er mitt líf.“

Cardi B á tveggja ára dóttur með Offset og hafa aðdáendur áhyggjur af átrúnaðargoði sínu. Rapparinn neitar því að samband þeirra sé óheilbrigt. 

Cardi B og Offset eru enn saman.
Cardi B og Offset eru enn saman. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.