Faðir McConaugheys dó í miðjum klíðum

Matthew McConaughey segir frá láti föður síns í bók sinni.
Matthew McConaughey segir frá láti föður síns í bók sinni. AFP

Hollywoodstjarnan Matthew McConaughey segir frá því hvernig lát föður hans bar að í nýrri endurminningabók sinni Greenlights. Faðir hans, James Donald McConaughey, virðist hafa verið skrautleg persóna sem dó þegar hann var að stunda kynlíf árið 1992. 

Óskarsverðlaunaleikarinn fékk símtal frá móður sinni þegar faðir hans dó. Móðir hans sagði honum frá því að faðir hans væri látinn. 

„Ég trúði því ekki. Hann var pabbi minn. Enginn og ekkert gat drepið hann. Nema mamma mín,“ segir McConaughey í kafla í bókinni sem birtist í tímaritinu People.

„Strákar, þegar ég fer verð ég að elskast með móður ykkar,“ sagði faðir leikarans alltaf við hann og bræður hans. Sú var einmitt raunin. „Það er það sem gerðist. Hann fékk hjartaáfall þegar hann fékk fullnægingu.“

Foreldrar leikarans áttu í stormasömu sambandi og voru dugleg að hætta og byrja saman aftur sagði leikarinn í People að því fram kemur á vef Vanity Fair.

„Þau voru stundum ofbeldisfull. Eins og ég segi í bókinni þá var samskiptum þeirra háttað þannig. Þau skildu tvisvar, giftu sig þrisvar. Já, ég meina þetta var eins og stormur á Kyrrahafinu.“

Matthew McConaughey .
Matthew McConaughey . AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.