Hjónabandið helvíti frá fyrsta degi

Max Hastings segir að Díana prinsessa hafi komið að mál …
Max Hastings segir að Díana prinsessa hafi komið að mál við sig þremur mánuðum áður en hún fór í viðtalið örlagaríka. mbl.is

Breski blaðamaðurinn Max Hastings segir að Díana Prinsessa hafi verið á þeirri skoðun að Karl Bretaprins ætti ekki að taka við krúnunni af móður sinni, Elísabetu Englandsdrottningu. Hún vildi að stokkið yrði yfir hann í röðinni og að Vilhjálmur sonur hennar tæki næst við. 

Hastings segir að prinsessan hafi komið að máli við hann þremur mánuðum áður en hún fór í viðtalið í Panorama þættinum á BBC árið 1995. Þátturinn Diana: The Truth Behind the Interview fer í loftið í Bretlandi í kvöld og fjallar um mánuðina áður en Díana fór í viðtalið. 

Í Panorama-viðtalinu fræga sagði Díana meðal annars setninguna: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi, svo það var full fjöllmennt.“

„Það kom, fyrst og fremst í ljós hversu mikið hún hataði Karl. Já, hún hataði Karl. Og þegar ég spurði hana hvort þau hefðu aldrei átt hamingjusamar stundir sagði hún „Nei hjónabandið var helvíti frá fyrsta degi“,“ sagði Hastings.

Hann segir að það eina sem hafi skipt prinsessuna miklu máli hafi verið að eldri sonur hennar Vilhjálmur erfði krúnuna frá ömmu sinni. „Ég held að Karl geti ekki gert þetta,“ segir Hastings að Díana hafi sagt. 

Hastings, sem var þá ritstjóri Daily Telegraph, segir að að hann hafi ekki viljað prentað orð Díönu því hann vildi halda aftur af því versta.

People

Díana prinsessa vildi að Karl myndi stíga til hliðar og …
Díana prinsessa vildi að Karl myndi stíga til hliðar og leyfa Vilhjálmi að erfa krúnuna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason