James Randi látinn

James Randi.
James Randi. Ljósmynd/Wikipedia.org

James Randi, einn þekktasti töframaður heims, er látinn, 92 ára að aldri. Randi var m.a. þekktur fyrir að svipta hulunni af fólki sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum eiginleikum. 

Randi, sem fæddist í Toronto í Kanada árið 1928, var einn þekktasti efasemdamaður á yfirnáttúruleg fyrirbrigði, allt frá draugum yfir til fljúgandi furðuhluta, að því er segir á vef BBC. Hann naut mikillar hylli og á meðal aðdáenda hans voru sjónhverfingamennirnir Penn & Teller. 

Eitt af hans þekktustu brögðum var að losa sig úr spennitreyju á meðan hann hékk á hvolfi yfir Níagrafossum. Þá kom hann fram á tónleikum með rokkaranum Alice Cooper í byrjun áttunda áratugarins, en Randi sá um að „taka Cooper af lífi“ á sviðinu. 

Fram kemur að Randi hafi ávallt minnt áhorfendur á töfrabrögðin væru ekkert annað en brellur; ekki væri um raunverulega töfra að ræða.Hann fór í framhaldinu að svipta hulunni af þeim sem héldu því fram að þeir byggju yfir yfirnáttúrulegum kröftum. 

Árið 1972 aðstoðaði hann stjórnendur bandarísku þáttanna Tonight Show við að undirbúa komu sjónhverfingamannsins Uri Geller, sem var einna þekktastur fyrir að beygja skeiðar með aðstoð hugarorkunnar. Geller tókst ekki ætlunarverk sitt þar sem honum og aðstoðarfólki hans tókst ekki að nálgast fyrirfram þann búnað sem þau þurftu á að halda. Þetta hafði þó ekki neikvæð áhrif á feril Geller, að því er segir í frétt BBC. 

Þá svipti Randi einnig hulunni af þeim sem þóttust geta heilað fólk með aðstoð æðri máttarvalda. Randi kom m.a. upp um sjónvarpspredikarann Peter Popoff sem hélt því fram að hann fengi skilaboð frá guði um áhorfendur, en það kom svo í ljós að skilaboðin bárust einfaldlega í gegnum heyrnartæki sem hann var með í eyranu. 

Randi setti á laggirnar sérstakan sjóð og bauð hverjum þeim sem gátu sýnt fram á yfirnáttúrulega krafta, við skilyrtar aðstæður, eina milljón dala í verðlaun. 

Randi skilur eftir sig eiginmann, Deyvi Peña, sem hann giftist árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson