Katrín Tanja eins og hollywoodstjarna

Katrín Tanja er mætt til Kaliforníu til að taka þátt …
Katrín Tanja er mætt til Kaliforníu til að taka þátt í lokaúrslitum Crossfit heimsleikanna. Ljósmynd/Instagram

Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er mætt til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem loka úrslit crossfitheimsleikanna fara fram næstu daga. 

Keppni hefst klukkan átta að staðartíma í Kaliforníu á morgun eða klukkan 15 að íslenskum tíma. Vegna kórónuveirunnar eru heimsleikarnir með öðru sniði en venjulega og er um að ræða lokaúrslit þar sem fimm konur og fimm karlar keppa. 

30 konur og 30 karlar tóku þátt í fyrstu lotu heimsleikanna fyrr í haust og var sú keppni haldin rafrænt. Katrín Tanja var eini íslenski keppandinn sem komst í gegnum þann niðurskurð en Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tóku einnig þátt í keppninni. 

Katrín Tanja er með merkt hjólhýsi eins og Hollywood-stjarna.
Katrín Tanja er með merkt hjólhýsi eins og Hollywood-stjarna. Samsett mynd

Vel er hugsað um keppendurna 10 sem eru mættir til Aromas í Kaliforníu til að taka þátt í lokaúrslitunum. Hver keppandi er til dæmis með merkt hjólhýsi líkt og kvikmyndastjörnurnar í Hollywood.

Þá eru keppendur einnig í svokallaðri crossfitbúbblu með tilliti til sóttvarna og mega ekki fara út úr henni fyrr en keppni lýkur. 

Hægt er að fylgjast með lokaúrslitum heimsleikanna á youtubesíðu Crossfit Games.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.