Presley minnist sonarins á afmælinu

Lisa Marie Presley minnist látins sonar síns.
Lisa Marie Presley minnist látins sonar síns. mbl

Lisa Marie Presley minntist látins sonar síns, Benjamins Keoughs, í hugljúfri færslu á Instagram í gær. Keough hefði orðið 28 ára í gær en féll fyrir eigin hendi í sumar. 

„Hjarta mitt og sál mín fór með þér. Dýpt sársaukans er kæfandi og botnlaus hvert einasta andartak, hvern einasta dag án þín. Ég verð aldrei eins. Bíddu eftir mér elskan mín og haltu í höndina á mér á meðan ég verð hér til að passa upp á og ala upp litlu systur þínar,“ skrifaði Presley í færslu sinni á Instagram.

Keough var næstelsta barn Presley en hún átti hann og systur hans Riley með tónlistarmanninum Danny Keough. Hún á einnig tvíburana Harper og Finley sem eru 11 ára. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.