Wintour að skilja eftir 16 ára hjónaband

Anna Wintour er sögð vera að skilja.
Anna Wintour er sögð vera að skilja. AFP

Ritstjórinn Anna Wintour og viðskiptajöfurinn Shelby Bryan eru sögð vera að skilja að því er fram kemur á vef Page Six. Hjónin giftu sig árið 2004 en hafa verið saman í meira en 20 ár. Samband Wintour sem er sjötug og Bryans sem er þremur árum eldri hófst þegar þau voru bæði gift. 

Samband þeirra er búið að vera erfitt í nokkurn tíma að sögn þeirra sem þekkja til. Langt er síðan hjónin hafa til dæmis sést saman opinberlega. Nú herma fréttir hins vegar að þau hafi endanlega sagt skilið hvort við annað. 

Ekki er ljóst hvað olli skilnaðinum. Bryan er meðal annars sagður vera að taka aftur saman við fyrrverandi eiginkonu sína en það eru ekki allir sammála um það. Fyrrverandi hjónin eru góðir vinir og eiga börn saman. 

Wintour, sem er jafnan talin valdamesta konan í tískuheiminum, á eitt hjónaband að baki. Hún giftist lækn­in­um David Shaf­fer árið 1984 og eignaðist tvö börn með honum.

Anna Wintour.
Anna Wintour. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Nú er tími fyrir þolinmæði sem leyfir litlum fræjum að vaxa.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Nú er tími fyrir þolinmæði sem leyfir litlum fræjum að vaxa.