„Leið eins og ég væri að deyja“

Handritshöfundurinn Shonda Rhimes.
Handritshöfundurinn Shonda Rhimes. AFP

Handritshöfundurinn Shonda Rhimes fór frá sjónvarpsstöðinni ABC yfir til streymisveitunnar Netflix árið 2017. Rhimes segir að undir það síðasta hafi sér liðið eins og hún væri að deyja hjá ABC og var orðin þreytt á samningaviðræðunum við stöðina. 

Rhimes er höfundur vinsælla þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal og How to Get Away With Murder. Hún vann í 15 ár fyrir ABC og komu þættir hennar henni á kortið. Hún segir hins vegar að starfið hjá ABC hafi sífellt orðið erfiðara og erfiðara. 

„Mér leið eins og ég hefði verið að ýta sama boltanum upp sömu hæðina með nákvæmlega sömu tækni í rosalega langan tíma,“ segir Rhimes í viðtali við The Hollywood Reporter

Steininn tók úr þegar sjónvarpsstöðin gaf henni og börnum hennar miða í Disneyland. Hún komst ekki sjálf með börnunum og ætlaði að senda barnapíuna og systur sína með þeim. Illa gekk að breyta nafninu á miðanum og þá ákvað Rhimes að kanna atvinnumöguleika sína annars staðar. 

Hún komst í viðræður við Netflix haustið 2016. „Það fyrsta sem ég sagði við hann [Ted Sarandos, framkvæmdastjóra Netflix] var: „Þú færð ekki annan Grey's Anatomy, ekki Grey's Anatomy á kornakri, Grey's Anatomy á hafnaboltavelli eða Grey's Anatomy á flugvelli, það er bara ekki að fara gerast.“ Og hann sagðist aldrei hafa búist við því,“ sagði Rhimes. 

Rhimes segist hafa fengið mikið menningaráfall þegar hún færði sig yfir á streymisveituna. Í dag vinnur hún að allavega 12 verkefnum. Eitt af þeim eru dramaþættinir Bridgerton sem verða fyrstu þættirnir úr smiðju Rhimes sem fara í loftið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant