Miður sín þegar kossamyndirnar birtust

Lily James var miður sín eftir myndbirtinguna.
Lily James var miður sín eftir myndbirtinguna. AFP

Leikkonan Lily James er sögð hafa verið miður sín þegar myndir af henni og leikaranum Dominic West birtust í fjölmiðlum. Á myndunum sem birtust sáust þau vera innileg og West kyssa hana á hálsinn.

West er kvæntur Catherine Fitzgerald og sagði fyrir utan hús þeirra stuttu eftir myndbirtinguna að þau væru enn saman og hjónaband þeirra væri traust. 

„Dominic og eiginkona hans vildu sýna samstöðu eftir myndbirtinguna en bæði Catherine og Lily voru miður sín,“ sagði heimildarmaður UsWeekly um málið.

Hann bætti við að myndirnar hefðu haft áhrif á vinnusamband James og Wests en þau leika nú saman í kvikmyndinni Pursuit of Love. 

Lily James og Dominic West voru saman í Róm. Þau …
Lily James og Dominic West voru saman í Róm. Þau virtust vera meira en bara vinir. Samsett mynd
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.