Of Monsters and Men í Jimmy Fallon frá Íslandi

Jimmy Fallon kynnti hljómsveitina Of Monsters and Men en atriðið …
Jimmy Fallon kynnti hljómsveitina Of Monsters and Men en atriðið var tekið upp á Íslandi. Skjáskot/Youtube

Hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í spjallþætti Jimmys Fallons, The Tonight Show, á fimmtudaginn. Í þættinum flutti hljómsveitin lagið Visitor sem er þeirra nýjasta lag. Tökur fyrir Jimmy Fallon fóru fram í Iðnó í Reykjavík og var atriðinu leikstýrt af íslenska leikstjóranum Krassasig. 

Nýjasta smáskífa Of Monsters and Men, Visitor, kom út í september og heldur áfram að klífa vinsældalista vestanhafs þar sem lagið situr í topp 15 á AAA og topp 30 á „alternative radio“ og á uppleið á báðum listum. Þá kom út remix-útgáfa af laginu í samstarfi við bandarísku hljómsveitina MUNA. 

Hljómsveitin hefur eins og margir aðrir notað ástandið sem einkennir þetta ár og unnið að nýrri tónlist. Visitor er aðeins það fyrsta sem við fáum að heyra af nýrri músík og er meira væntanlegt á næsta ári þegar sveitin fagnar jafnframt 10 ára afmæli sínu. 

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Of Monsters and Men flytja lagið í þætti Jimmys Fallons. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.