Sigur Rós gefur út Hrafnagaldur Óðins

Sigur Rós árið 2008.
Sigur Rós árið 2008. Ljósmynd/Eva Vermandel

Sigur Rós hefur tilkynnt útgáfu plötunnar Hrafnagaldurs Óðins, sem er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar, tónskáldsins Hilmars Arnar Hilmarssonar og kvæðamannsins Steindórs Andersen.

Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrverandi meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu.

Platan kemur út 4. desember á vegum útgáfunnar Krunk í gegnum Warner Classic. Í dag kemur út lagið Dvergmál sem er að finna á plötunni.

Verkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, að því er segir í tilkynningu.

Hrafnagaldur Óðins var saminn að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og aðeins fluttur nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu.

Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur verkið loksins fram í dagsljósið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.