Skilja eftir sjö ára hjónaband

Lake Bell og Scott Campbell skilja eftir 7 ára hjónaband.
Lake Bell og Scott Campbell skilja eftir 7 ára hjónaband. AFP

Leikkonan Lake Bell og húðflúrarinn Scott Campbell tilkynntu skilnað sinn í gær. Bell og Campbell hafa verið saman í níu ár og gift í sjö.

Þau eiga tvö börn saman, dótturina Nova sex ára og soninn Ozgood þriggja ára. 

„Níu ár saman, sjö ár í hjónabandi, tvö yndisleg börn, óteljandi mílur, endalaus hlátursköst, ég gæti ekki verið stoltari. Núna höfum við ákveðið að binda enda á hjónaband okkar og færa ástina og vináttuna sem við höfum alltaf átt yfir í nýjan kafla. Við finnum allar tilfinningarnar,“ skrifaði Campbell í tilkynningu sinni á Instagram.

Parið kynntist við tökur á þáttunum How to Make It in America árið 2011 og trúlofaði sig árið 2012. Þau gengu í það heilaga í New Orleans í Louisianaríki árið 2013. 

View this post on Instagram

A post shared by LAKE BELL (@lakebell) on Oct 22, 2020 at 10:01am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.