Glæsileg í bleikum nærfötum á sjötugsaldri

Leik­kon­an Mel­anie Griffith vakti athygli á brjóstakrabbameini með mynd af …
Leik­kon­an Mel­anie Griffith vakti athygli á brjóstakrabbameini með mynd af sér. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Mel­anie Griffith tekur þátt í að vekja athygli á brjóstakrabbameini í október. Hin 63 ára gamla stjarna lét ekki aldurinn stoppa sig og birti mynd af sér á Instagram í bleikum nærfötum eins og ungir áhrifavaldar. 

Aldur er greinilega bara afstæður og engin ástæða fyrir því að ungar konur með slétta húð séu þær einu sem birta myndir af sér. Húð hennar ber merki um þroska og aldur. Með því að birta mynd af sér í bleikum nærfötum vakti hún athygli á sölu bleikra nærfata til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. 

Griffith vakti mikla athygli með myndinni og ótrúlegur fjöldi hefur lækað mynd hennar. Leikkonan Jamie Lee Curtis lýsti yfir hrifningu sinni auk þess sem Rumer Willis, dóttir Demi Moore og Bruce Willis, hrósaði fegurð hennar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.