Grímuklæddar fegurðardrottningar

Vegna samkomutakmarkana þurftu keppendur í Miss Universe Iceland að hylja …
Vegna samkomutakmarkana þurftu keppendur í Miss Universe Iceland að hylja andlit sín með grímum. Ljósmynd/Arnór Trausti

Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland var haldin hér um bil hátíðleg í Gamla bíó í gær, með tilheyrandi takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki aðeins voru áhorfendur víðs fjarri heldur þurftu keppendur að bera grímu á sviðinu.

Elísabet Hulda Snorradóttir varð hlutskörpust í samkeppninni þetta árið og …
Elísabet Hulda Snorradóttir varð hlutskörpust í samkeppninni þetta árið og felldi grímuna fyrir myndatöku af því tilefni. Ljósmynd/Arnór Trausti

Sú ráðstöfun hefur þó að líkindum ekki komið mjög að sök í ljósi þess sem ítrekað hefur verið bent á í deilum um þessar keppnir síðustu ár, að keppnirnar snúast ekki aðeins um ytra borð. Má ætla að andlegi þátturinn hafi öðlast enn meira vægi þetta árið.

Sigurvegari keppninnar var Elísabet Hulda Snorradóttir, sem var krýnd Miss Universe Iceland. Hún keppir því fyrir hönd landsins í Miss Universe árið 2020. Keppt var um fjölda annarra titla: Miss Congeniality var Alexandra Johnsdóttir, Miss Harvorur.is var Sunneva Halldórsdóttir og Miss Supranational var Dísa Dungal.

Manúela Ósk Harðardóttir, sem sjálf varð ungfrú Ísland árið 2002, hefur veg og vanda af keppninni eins og fyrri ár. Kórónuveiran hefur valdið truflunum á þessu eins og öðru, keppnin átti að vera í maí, síðan ágúst, en var loks haldin í gær. Manúela segir við mbl.is að allt hafi gengið vel og að grímurnar hafi verið notaðar þegar fleiri en ein var á sviðinu og ekki var unnt að virða tveggja metra regluna. 

Á bakvið grímurnar leynast Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland, …
Á bakvið grímurnar leynast Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland, og Dísa Dungal, Miss Supranational. Ljósmynd/Arnór Trausti
Ljósmynd/Arnór Trausti
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.