Réttarhöldin tvístruðu fjölskyldunni

Kim Kardashian West var 14 ára þegar fyrstu réttarhöldin fóru …
Kim Kardashian West var 14 ára þegar fyrstu réttarhöldin fóru fram. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West segir að réttarhöldin yfir O.J. Simpson hafi algjörlega rifið fjölskylduna hennar í sundur á sínum tíma. Faðir hennar, Robert Kardashian eldri, var í lögfræðingateymi Simpsons en móðir hennar, Kris Jenner, var náin fórnarlambi Simpsons. 

O.J. Simpson var ákærður fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson, og vin hennar Ron Goldman. Nicole var náin vinkona Jenner og tók Jenner börn þeirra að sér eftir dauða hennar. 

Kardashian West rifjaði upp áhrif réttarhaldanna á fjölskylduna. „Við vorum að borða kvöldmat og sátum öll við borðið, og ég svaraði símanum. Þetta var símtal úr fangelsinu og O.J. var á línunni. Ég rétti mömmu símann því hann vildi tala við hana. Og ég bara man eftir þeim fara yfir stöðuna,“ sagði Kardashian West, sem var 14 ára þegar þetta átti sér stað. 

„Mamma talaði upphátt um tilfinningar sínar, hún trúði því að hann hefði myrt vinkonu sína og þetta var miikið áfall fyrir hana. Síðan fórum við heim til pabba og þar var ekki sömu sögu að segja. Við vissum ekki hverjum við áttum að trúa eða hvoru þeirra við ættum að standa með sem börn, því við vildum hvorugt særa,“ sagði Kardashian West. 

Eitt sinn sótti faðir hennar hana og systur hennar Kourtney í skólann og fór með þær í réttarsalinn. Hann sagði Kris ekki frá því. 

„Ég man eftir því að mamma sat með foreldrum Nicole og við Kourtney sátum á bak við O.J., og við horfðum yfir til mömmu og hún starði á okkur og augnaráð hennar sagði: „Af hverju eruð þið ekki í skólanum? Hvað eruð þið að gera hérna?““ sagði Kardashian West. 

„Þetta mál tvístraði fjölskyldunni á meðan réttarhöldin voru í gangi,“ sagði Kardashian West. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson