Það hlýtur að snjóa í víti!

Max og Gloria Cavalera að gjörningi loknum.
Max og Gloria Cavalera að gjörningi loknum. Instagram

Þau undur og stórmerki áttu sér stað í vikunni að Max Cavalera, söngvari og gítarleikari málmbandanna Soulfly, Cavalera Conspiracy og Killer Be Killed og áður Sepultura, lét klippa af sér „vörumerki“ sitt, dreddlokkana sem hann hefur borið stoltur undanfarin 23 ár.

Eiginkona hans og umboðsmaður, Gloria Cavalera, birti meðfylgjandi mynd á samfélagsmiðlinum Instagram og lét eftirfarandi orð fylgja: „Það hlýtur að snjóa í víti í dag!“

Alls kyns athugasemdir voru gerðar við færsluna og virtust aðdáendur kappans upp til hópa hryggir yfir gjörningnum og a.m.k. einn fór fram á að dreddarnir yrðu límdir aftur á. Annar lagði til að þeir yrðu settir á safn og enn annar lýsti efasemdum um að þetta væru í reynd dreddar, heldur eitthvert óskilgreint dýr. Af myndinni að dæma er Cavalera sjálfur þó bara hinn sáttasti enda að líkindum einhverjum kílóum léttari.

Af Max Cavalera er það annars að frétta að önnur breiðskífa stjörnubandsins Killer be Killed, Reluctant Hero, er væntanleg í allar betri plötuverslanir 20. nóvember. Með honum í bandinu eru Íslandsvinurinn Troy Sanders úr Mastodon, Greg Puciato úr The Dillinger Escape Plan og Ben Koller úr Converge.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.