Adele grínaðist með þyngdartapið

Adele grínaðist með þyngdartapið.
Adele grínaðist með þyngdartapið. Skjáskot/Twitter

Tónlistarkonan grínaðist með þyngdartap sitt á laugardagskvöldið þegar hún kom fram í þættinum Saturday Night Live. Adele hefur lést mikið síðastliðið árið og hefur það ekki farið fram hjá hvorki aðdáendum hennar né fjölmiðlum. 

„Ég veit ég lít allt öðruvísi út heldur en síðast þegar þið sáuð mig. Raunin er sú að vegna allra takmarkana vegna Covid þá þurfti ég að ferðast létt. Þannig ég gat bara komið með helminginn af sjálfri mér. Og þetta er sá helmingur sem ég valdi,“ sagði tónlistarkonan. 

Adele sagðist vera of hrædd við það að syngja og vera kynnir þáttarins á sama tíma. „Ég myndi frekar vilja setja bara á mig hárkollu, fá mér vínglas, eða sec, og sjá hvað gerist,“ sagði tónlistarkonan í byrjun þáttar. 

Hún svalaði þó þorsta þeirra sem söknuðu þess að sjá hana syngja á sviði og brast í söng stöku sinnum. 

Fimm ár eru liðin frá því að Adele gaf síðast út plötu og þrjú ár liðin frá því að hún birtist á sjónvarpsskjá Bandaríkjamanna, á Grammy verðlaunahátíðinni 2017. Þegar hún var bókuð í Saturday Night Live héldu einhverjir að hún myndi tilkynna um útgáfu nýrrar plötu. 

Svo var ekki en Adele sagði þó að hún væri að vinna í plötu en að hún væri ekki tilbúin. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.