Ást við fyrstu sýn hjá Victoriu Beckham

Victoria og David Beckham saman árið 2001.
Victoria og David Beckham saman árið 2001. AFP

Það var ást við fyrstu sýn þegar Victoria Beckham hitti eiginmann sinn, knattspyrnuhetjuna David Beckham, í fyrsta sinn. Kryddpían fyrrverandi og fatahönnuðurinn greindi frá þessu þegar hún var að auglýsa nýja snyrtivörulínu á Instagram. 

„Leyfið mér bara að segja ykkur að ást við fyrstu sýn er til. Ég féll fyrir brosi Davids í byrjun en þegar ég kynntist honum betur komst ég að því hversu vel mér leið með honum ... eins og besta útgáfan af sjálfri mér,“ skrifaði Victoria Beckham og birti mynd af varalit og 21 árs gamalli brúðkaupsmynd af þeim hjónum. 

Beckham-hjónin eru búin að vera saman síðan árið 1997. Þau eignuðust sitt fyrsta barn af fjórum í mars 1999 og giftu sig nokkrum mánuðum seinna. 

View this post on Instagram

Pixi is a pale peach nude.  Tap to shop Posh Lipstick. #PoshIsBack

A post shared by Victoria Beckham Beauty (@victoriabeckhambeauty) on Oct 20, 2020 at 3:22am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.