Brotist inn hjá Línu og Gumma kíró í nótt

Brotist var inn í hjólageymslu Línu Birgittu og Gumma kíró …
Brotist var inn í hjólageymslu Línu Birgittu og Gumma kíró í nótt. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir greindi frá því á Instagram í dag að brotist hefði verið inn í geymsluna hjá henni og kærasta hennar Guðmundi Birki Pálmasyni, betur þekktum sem Gumma kíró. 

Hjóli Línu var stolið úr geymslunni þeirra en hennar hjól og hjól sonar Gumma voru læst saman. Klippt var á lásinn en aðeins hennar hjól tekið. 

Lína og Gummi eru búsett í Smárahverfi og segir Lína að hún hafi heyrt af því að brotist hafi verið inn í fleiri hús í nágrenninu. Hún vildi minna fólk á að huga að lásum á geymslum. 

„Eins og ég segi þá er þetta allt bara mjög óþægilegt og óhuggulegt. Ég vil bara nýta minn miðil ef þið búið í Smárahverfinu að þið verðið kannski smá meðvituð um heimilið ykkar, geymslurnar ykkar og hjólageymslurnar ykkar,“ sagði Lína. 

Klippt var á hjólalása í geymslunum.
Klippt var á hjólalása í geymslunum. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.