Hætt með enn einu unglambinu

Leikkonan Kate Beckinsale er hætt með kærastanum.
Leikkonan Kate Beckinsale er hætt með kærastanum. AFP

Leikkonan Kate Beckinsale og rapparinn Goody Grace eru hætt saman. Parið var búið að vera saman síðan í byrjun árs og flutti Grace fljótlega inn til Beckinsale. Nú er hins vegar allt búið hjá parinu. 

Heimildarmaður People sagði sambandsslitin ekki hafa komið Beckinsale úr jafnvægi. „Það var frábært fyrir Kate að hafa hann hjá sér í útgöngubanni,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að Grace væri ungur og með aðra forgangsröðun en fyrrverandi kærasta hans, sem sýndi þörfum hans skilning. 

Þrátt fyrir að Beckinsale eigi að hafa tekið sambandsslitunum vel er hún búin að fjarlægja öll ummerki um samband þeirra af Instagram. Hún er búin að eyða myndum af rapparanum unga sem og athugasemd þar sem hún sagðist elska Grace. 

Leikkonan er þekkt fyrir að slá sér upp með yngri mönnum en samböndin endast ekki lengi. Fyrir þremur árum var hún í sambandi með grínistanum Matt Risem sem er þremur árum eldri en dóttir hennar. Í fyrra hætti Beckinsale með grínistanum Pete Davidson sem var 20 árum yngri en leikkonan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.