Kærasta Pitts með eiginmanni sínum

Brad Pitt og Nicole Poturalski fóru saman í frí í …
Brad Pitt og Nicole Poturalski fóru saman í frí í ágúst en Poturalski er gift. Samsett mynd

Fyr­ir­sæt­an Nicole Potur­alski sást með eiginmanni sínum um helgina í fyrsta sinn síðan ástarsamband hennar og leikarans Brads Pitts komst í fréttir í sumar. Hin 27 ára gamla Poturalski er gift barnsföður sínum, Roland Mary, sem er 68 ára, en þau eru sögð í opnu hjónabandi. 

Myndir af fyrirsætunni og þýska veitingahúsaeigandanum birtust á vef Daily Mail. Þau voru stödd á veitingastað Mary í Berlín þegar myndirnar voru teknar. 

Samband Pitts og Potur­alski komst fyrst í kastljós fjölmiðla þegar þau fóru saman í frí til Frakklands í lok ágúst. Parið sást þó fyrst saman í nóvember í fyrra. Eiginmaður Potur­alski er ekki sagður öfundsjúkur út í samband eiginkonu sinnar við Hollywood-stjörnuna. Sjálfur hefur hann verið giftur fjórum sinnum og á fimm börn. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.