Gagnrýnir veisluhöld Önnu Láru

Anna Lára Orlowska hélt upp á afmælið sitt um helgina.
Anna Lára Orlowska hélt upp á afmælið sitt um helgina. Skjáskot/Instagram

Heilbrigðisstarfsmaðurinn Sigrún Klara Sævarsdóttir gagnrýnir að fegurðardrottningin Anna Lára Orlowska hafi haldið upp á afmælið sitt um helgina. Sjálf hefur Sigrún Klára fórnað því að hitta vini sína og fjölskyldu fyrir vinnuna. 

„Ég var á leiðinni heim úr vinnu í gær þegar ég sé að samstarfskona mín setur í story á instagram frétt þar sem stóð: „Hún lét veiruna ekki stoppa afmælisboðið.“ Eins og það væri einhver hetjudáð að láta veiruna ekki stoppa fyllerí? Það er ömurlegt að vera heilbrigðisstarfsmaður, að vinna í covid, fórna því að hitta vini og fjölskyldu fyrir vinnuna, og sjá svo þetta!

Einhver instagramgúrú að monta sig að hafa haldið upp á afmælið sitt! Aftur á móti hef ég ekki hugmynd hvort það sé Vísir að ýkja af sér rassgatið eða þessi kona bara ekki með hlutina nægilega mikið á hreinu.

Ég er alls ekki að segja að vinnan mín sé ömurleg, ég elska vinnuna mína og ég vinn með besta fólkinu, ég er mjög heppin með alla í kringum mig. En ég skalf úr reiði að sjá þetta!
Við heilbrigðisstarfsfólk erum að leggja okkur öll fram í að hjálpa þjóðinni í þessu ástandi og það er ekki auðvelt, alls ekki auðvelt. Farið varlega elsku fólk,“ skrifaði Sigrún Klara á Facebook. 

Anna Lára fagnaði 26 ára afmæli sínu um helgina og birti meðal annars mynd af sér í afmælinu á Instagram. Leikkonan Donna Cruz var ein af þeim sem boðið var í afmælið og birti hún einnig mynd af sér í afmælinu. mbl.is hefur ekki heimildir fyrir því hversu mörgum var boðið eða hvernig afmælið fór fram. 

View this post on Instagram

Tuttugu og sexy!! Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar í gær. 🖤 Btw get yourself a friend like @rakelyre 😍😍

A post shared by Anna Lára Orlowska 🤍 (@annalaraorlowska) on Oct 25, 2020 at 7:25am PDT

View this post on Instagram

Máluð og fín um helgina - kannaðist varla við sjálfan mig 🙈

A post shared by Donna Cruz (@donnacruzis) on Oct 26, 2020 at 6:13am PDT
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.