Hataði að vera stjarna

Lisa Kudrow hataði að vera Hollywood-stjarna og gaf þann lífstíl …
Lisa Kudrow hataði að vera Hollywood-stjarna og gaf þann lífstíl upp á bátinn. AFP

Leikkonan Lisa Kudrow, sem sló eftirminnilega í gegn í þáttunum Friends á sínum tíma, segir að hún hafi fyrst hatað það að vera hollywoodstjarna.

„Að vera stjarna er allt öðruvísi en að vera leikari. Það er frekar auðvelt að vera stjarna, þú bara mætir í partí og ert á öllum réttu stöðunum og lætur taka myndir af þér sem rata í blöðin. Það er ekkert mál,“ sagði Kudrow í viðtali við Candis

„Það er mun auðveldara en að verða góður leikari, læra að leika og finna hlutverk sem eru áhugaverð. Það er mjög erfitt,“ sagði Kudrow.

„Þegar Friends varð fyrst vinsælt hélt ég að vinnan mín væri að vera stjarna og ég fór að íhuga hvort ég ætti að fara í hitt og þetta partí, ætti að vera lengur þarna eða fara núna. Og ég prófaði þetta og ég hataði það, virkilega hataði það,“ sagði Kudrow. 

Hún áttaði sig á því að þótt hún væri leikkona þyrfti hún ekki að vera hollywoodstjarna líka. „Ég gat samt fengið vinnuna sem mig langaði í, hlutverkin sem mig langaði að leika og á sama tíma gat ég farið með son minn í skólann og verið heima á kvöldmatartíma með eiginmanni mínum,“ sagði Kudrow. 

Á meðan Kudrow lék í Friends gat hún tekið önnur verkefni að sér og lék í fjölda sjálfstæðra mynda á meðan. Hún segist mjög þakklát fyrir það. 

Lisa Kudrow öðlaðist mikla frægð í Friends.
Lisa Kudrow öðlaðist mikla frægð í Friends. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.