Thurman búin að finna ástina á nýjan leik

Leikkonan Uma Thurman er sögð hafa fundið ástina.
Leikkonan Uma Thurman er sögð hafa fundið ástina. AFP

Leikkonan Uma Thurman er komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Peter Sabbeth og er arkitekt. Hollywood-stjarnan og arkitektinn kynntust í sumar í Hamptons, sumarleyfisstað ríka og fræga fólksins. 

Heimildarmaður Page Six segir parið hafa kynnst fyrir tilviljun í fínu hverfi í Hamptons. Sabbeth sem er fimmtugur rétt eins og Thurman hafði ekki hugmynd um hver stjarnan var þegar hann hitti hana fyrst. 

„Hún var úti að ganga nálægt honum á strönd sem er kölluð Long Beach. Hann bað hana um að passa hundinn sinn á meðan hann fékk sér sundsprett,“ segir heimildarmaðurinn en Thurman er þekkt fyrir ást sína á hundum. „Uma sagði allt í lagi, fylgdist með hundinum á meðan hann synti og núna, nokkrum mánuðum síðar, eru þau ástfangin og eru að hugsa um að kaupa sér hús saman í Hamptons.“

Thurman hefur haldið til í Hamptons síðustu mánuði með börnum sínum þremur. Hún á tvö börn með leikaranum Ethan Hawke og eitt barn með franska fjármálamanninum Arpard Busson. 

Uma Thurman.
Uma Thurman. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.