„Friends voru ekki fyndnir heldur“

Jennifer Aniston sagði fylgjendum sínum að það væri ekki fyndið …
Jennifer Aniston sagði fylgjendum sínum að það væri ekki fyndið að kjósa Kanye West. West svaraði því að Friends hefðu ekki heldur verið fyndir þættir. AFP

Rapparinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hjólaði í leikkonuna Jennifer Aniston á dögunum og sagði að Friends-þættirnir hefðu ekki verið fyndnir. 

Aniston greindi frá því á Instagram að hún hefði kosið snemma í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á dögunum. Aniston kaus frambjóðendur Demókrataflokksins, Joe Biden og Kamölu Harris, og tíundaði mikilvægi þessi að fólk nýtti sér kosningaréttinn. 

Undir færslunni á Instagram skrifaði hún svo: „PS – Það er ekki fyndið að kjósa Kanye. Ég veit ekki hvernig ég á að orða það betur. Takið ábyrgð.“

Ummælin virðast hafa farið illa í West sem skrifaði á Twitter á mánudaginn: „Friends voru ekki fyndnir heldur.“ Hann hefur síðan eytt færslunni auk fleiri færslna sem hann skrifaði á mánudaginn. 

View this post on Instagram

#IVOTED for @joebiden and @kamalaharris. I dropped my ballot off, and I did it early 👏🏼 I voted for them because right now this country is more divided than ever. Right now, a few men in power are deciding what women can and can’t do with their own bodies. Our current President has decided that racism is a non-issue. He has repeatedly and publicly ignored science... too many people have died. ⠀ I urge you to really consider who is going to be most affected by this election if we stay on the track we’re on right now... your daughters, the LGBTQ+ community, our Black brothers and sisters, the elderly with health conditions, and your future kids and grandkids (who will be tasked with saving a planet that our leadership refuses to believe is hurting). ⠀ ⠀ This whole thing isn’t about one candidate or one single issue, it’s about the future of this country and of the world. Vote for equal human rights, for love, and for decency. ⠀ ❤️🗳⠀ ⠀ ⠀ PS - It’s not funny to vote for Kanye. I don’t know how else to say it. Please be responsible 🙏🏼

A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Oct 23, 2020 at 11:35am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.