Heitasta tónlistarparið trúlofað

Gwen Stefani og Blake Shelton eru trúlofuð.
Gwen Stefani og Blake Shelton eru trúlofuð. AFP

Stjörnuparið Gwen Stefani og Blake Shelton er trúlofað. Parið greindi frá gleðifréttunum á Instagram með fallegri trúlofunarmynd. Hinn 51 árs gamli sveitasöngvari og hin 44 ára gamla No Doubt-söngkona eru búin að vera saman í fimm ár. 

Shelt­on og Stef­ani kynnt­ust í þátt­un­um The Voice þar sem þau voru bæði dóm­ar­ar. Parið trúlofaði sig hinn 17. október í Oklahoma að því fram kemur á vef ET

Parið greindi frá trúlofuninni með því að birta mynd af sér kyssast og Stefani sýndi trúlofunarhringinn. „Hey Gwen Stefani, takk fyrir að bjarga árinu 2020 ... og því sem eftir lifir ... Ég elska þig. Ég heyrði JÁ!“ skrifaði Shelton við myndina á instagramsíðu sinni.

Stefani og Shelton hafa verið saman síðan í nóvember 2015 en þau voru þá nýskilin. Shelton og fyrrverandi eiginkona hans, Miranda Lambert, skildu í júlí 2015. Stefani hætti hins vegar með fyrrverandi eiginmanni sínum, Gavin Rossdale, í ágúst 2015 en skilnaðurinn gekk ekki formlega í gegn fyrr en í apríl 2016. 

View this post on Instagram

@blakeshelton yes please! 💍🙏🏻 gx

A post shared by Gwen Stefani (@gwenstefani) on Oct 27, 2020 at 10:09am PDT

View this post on Instagram

Hey @gwenstefani thanks for saving my 2020... And the rest of my life.. I love you. I heard a YES!

A post shared by Blake Shelton (@blakeshelton) on Oct 27, 2020 at 10:18am PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.