Kardashian var með kórónuveiruna

Khloé Kardashian var með veiruna fyrr á þessu ári.
Khloé Kardashian var með veiruna fyrr á þessu ári. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian veiktist af kórónuveirunni fyrr á þessu ári. Þessu greinir hún frá í nýjasta þættinum af Keeping Up With The Kardashians. 

Í myndbandi sem hún tók upp sjálf segist hún hafa farið í skimun eftir að hún fann fyrir einkennum.

„Ég er með mígreni, en þetta var klikkaður höfuðverkur. Þetta var ekki eins og mígreni. Þegar ég hóstaði fann ég fyrir bruna í bringunni og svo hóstaði ég,“ sagði Kardashian.

Hún segist hafa fengið kuldahroll og hitaköst til skiptis og kastað reglulega upp. „Ég skal segja ykkur það að þessi skítur er raunverulegur. En við komumst öll í gegnum þetta,“ sagði Kardashian.

Það er óljóst hvenær nákvæmlega myndbandið var tekið upp en svo virðist sem hún hafi verið búin að ná sér að fullu fyrir fertugsafmæli systur sinnar Kim Kardashian West síðastliðna helgi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilhugsunin um að læra eitthvað nýtt fyllir þig tilhlökkun. Ekkert virðist þér ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilhugsunin um að læra eitthvað nýtt fyllir þig tilhlökkun. Ekkert virðist þér ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt.