Veisluhöld Kardashian West gagnrýnd

Kim Kardashian West í fertugsafmælinu sínu ásamt systkinum sínum Khloé, …
Kim Kardashian West í fertugsafmælinu sínu ásamt systkinum sínum Khloé, Rob og Kourtney Kardashian og Kendall Jenner. Ljósmynd/Twitter

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur verið gagnrýnd fyrir að halda upp á 40 ára afmælið sitt í síðustu viku. Kardashian West bauð sínum nánustu vinum og fjölskyldu til veislu á einkaeyju. 

Vinir hennar og fjölskylda voru beðin um að fara í sjálfskipaða sóttkví í tvær vikur fyrir afmælið og voru gestir skimaðir fyrir afmælið. 

Kardashian West birti myndir úr afmælinu á Twitter í gærkvöldi og skrifaði við myndirnar að hún væri „auðmjúklega minnt á það hversu mikilla forréttinda hún nyti“. 

Á meðan aðrir glöddust með henni voru aðrir sem sögðu hana vera ónærgætna í garð þeirra fjölskyldna sem eru aðskildar í heimsfaraldrinum. 

„Þetta er svo furðulegt,“ sagði einn Twitter-notandi. „Hinir ríku geta þóst vera eðlilegir á einkaeyju. Raunverulegt og venjulegt fólk er búið að aflýsa þakkargjörðarhátíðinni og jólunum.“

Breski tónlistarmaðurinn Peter Frampton skrifaði: „Ertu það ónærgætin að þú fattar ekki að þetta er ekki það sem meirihluti fólks er að upplifa í verstu bylgju Covid hingað til? Fólk er að sækja mat í matarbanka, ekki á einkaeyju.“

Alls hefur rúmlega 1.1 milljón manns látist af völdum kórónuveirunnar og hún hefur valdið efnahagslegri kreppu um allan heim. Í Bandaríkjunum hefur metfjöldi manns sótt um atvinnuleysisbætur á þessu ári.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.