Adele og Skepta aðeins meira en bara vinir

Farið er að hitna í kolunum hjá Adele og Skepta.
Farið er að hitna í kolunum hjá Adele og Skepta. Skjáskot/YouTube

Tónlistarfólkið Adele og Skepta er sagt vera búið að færa samband sitt upp á næsta stig. Rúmt ár er síðan fyrst fór að kvisast út að þau væru í sambandi. Nú segja sögurnar að þau séu aðeins meira en bara vinir. 

Heimildarmaður People segir að það „sé farið að hitna í kolunum“ hjá þeim tveimur. „Þau eru í sömu vinahópunum í London og hún skemmtir sér vel,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Adele og Skepta eru sögð ná einstaklega vel saman en þau eiga ekki bara tónlistina sameiginlega. Þau eru bæði frá Tottenham í London og eiga bæði ung börn. 

Adele sótti um skilnað við eiginmann sinn Simon Konecki í september í fyrra en þau höfðu verið gift í sjö ár. Þau eiga saman soninn Angelo sem er átta ára.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.