Önnur sería af Stellu Blómkvist á leiðinni

Stella Blómkvist.
Stella Blómkvist.

Framleiðsla á annarri seríu af þáttunum Stellu Blómkvist er hafin. Þættirnir eru framleiddir hjá Sagafilm og NENT Group fyrir Sjónvarp Símans. Heiða Reed mun áfram fara með hlutverk Stellu í þáttunum en hún hlaut ellefu tilnefningar til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í fyrstu seríu. 

Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók og leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Í annarri seríu verða sex þættir. 

Fyrsta serían, sem frumsýnd var hér heima árið 2017, naut mikilla vinsælda erlendis og var sýningarréttur á henni seldur til AMC sem sýndi hana í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.