Björgvin Halldórs tekur forskot á jólin

Björgvin Halldórsson gaf út nýtt jólalag í dag.
Björgvin Halldórsson gaf út nýtt jólalag í dag.

Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson sendi í dag frá sér glænýtt lag. Lagið ber titilinn Ljós þín loga og verður eitt þriggja nýrra laga á safnplötunni Ég kem með jólin til þín sem kemur út 20. nóvember næstkomandi. 

Lagið samdi Halldór Gunnar Pálsson og textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason. Textinn fjallar um að þrátt fyrir ástandið sem við öll erum að ganga í gegnum þá muni ljósin loga í hjarta okkar þar til þessu lýkur.

Ég kem með jólin til þín kemur út á geisladiski 20. nóvember og á tvöföldum lituðum vínil 15. desember. Hin nýu lögin á plötunni eru Koma jól sem Björgvin syngur með Margréti Eiri og Alltaf á jólunum. 

Jólaplatan kemur á tvöföldum lituðum vínyl þann 15. desmber.
Jólaplatan kemur á tvöföldum lituðum vínyl þann 15. desmber. Ljósmynd/Aðsend

Einnig er þar að finna jólalagið Þegar þú blikkar sem Herra Hnetusmjör og Björgvin gerðu saman fyrir síðustu jól og Aleinn um jólin sem Björgvin og Stefán Karl sungu saman á Jólagestum.

Eins og margir vita eru þau ófá jólalögin sem Björgvin hefur sungið í gegnum tíðina.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.