Óþekkjanlegur í nýju netflixseríunni

Harry Melling í The Queen's Gambit.
Harry Melling í The Queen's Gambit. Ljósmynd/Netflix

Leikarinn Harry Melling er heldur betur vaxinn úr grasi. Melling fer nú með hlutverk í þáttunum The Queen's Gambit á Netflix sem hafa notið mikillar athygli. Það sem ekki allir vita er að Melling fór einnig með hlutverk Dudleys Dursleys í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. 

Í kvikmyndunum og bókunum um Harry Potter er Dudley ekki skemmtilegur karakter enda einstaklega leiðinlegur við frænda sinn Harry. Slíkir stimplar eiga það oft til að festast við leikara sem leika leiðinlega karaktera. 

Melling er hins vegar svo heppinn að hann er næstum því óþekkjanlegur í The Queen's Gambit. Í Harry Potter var hann þéttvaxinn krakki og unglingur en í þáttunum er hann grannur og myndarlegur ungur maður. 

Í viðtali við People nýlega sagðist Melling telja það blessun að hafa breyst svona mikið frá því hann lék í Potter. Eftir kvikmyndirnar fór hann í leiklistarskóla og léttist kjölfarið í náminu, án þess þó að setja sér það að markmiði. 

The Queen's Gambit eru ekki einu þættirnir sem Melling leikur í um þessar mundir. Hann fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni The Devil All The Time og The Old Guard með Charlize Theron.

Dudley Dursley lét frænda sinn oft heyra það í Harry …
Dudley Dursley lét frænda sinn oft heyra það í Harry Potter.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant