Depp tapaði fyrir The Sun

Johnny Depp tapaði málinu gegn The Sun.
Johnny Depp tapaði málinu gegn The Sun. AFP

Leikarinn Johnny Depp tapaði meiðyrðamáli sínu gegn breska fjölmiðlinum The Sun. Dómurinn var birtur á netinu nú klukkan 10. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna fréttar þar sem hann var sagður hafa beitt fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Amber Heard, ofbeldi.

Í dómsuppkvaðningunni sagði dómarinn Nicol að The Sun og útgáfufélagið News Group Newspapers (NGN) hefðu sýnt fram á að það sem þau birtu væri satt.

Rúmlega þrír mánuðir eru liðnir síðan málið var tekið fyrir en því lauk í lok júlí. Depp höfðaði mál gegn útgefenda The Sun, NGN, og ritstjóranum Wan Wooton vegna fréttar sem birtist í apríl 2018 þar sem hann var kallaður ofbeldismaður (e. wife beater). 

Heard hefur opinberlega sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á meðan þau voru gift. Þau gengu í það heilaga í febrúar 2015 en hún sótti um skilnað 15 mánuðum seinna.  

The Guardian 

Amber Heard og Johnny Depp voru gift í 15 mánuði.
Amber Heard og Johnny Depp voru gift í 15 mánuði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant